Vinsælast

Bloodborne

PS4

Nýjasti leikurinn frá FromSoftware, en þeir eru meðal annars þekktir fyrir Dark Souls leikina. Það ríkir bölvun yfir borginni Yharnam, en illvígur sjúkdómur dreifist hratt yfir borgina. Leikmenn þurfa að horfast í augu við sinn mesta ótta þegar þeir þurfa að fara til borgarinnar og leita svara. Hættur, dauðinn og geðveiki eru á hverju strái í þessari dimmu og hryllilegu veröld. Það er svo í þínum höndum að finna hvað er í gangi.

11.999.-
Setja í körfu
1

Battlefield Hardline

PS4

Leikmenn fara í hlutverk Nick Mendoza sem er ungur lögreglumaður í hefndarhug. Söguþráður leiksins snýst um Nick og félaga og sækir hann innblástur sinn í þá lögregluþætti sem við þekkjum úr sjónvarpinu. Í netspilun leiksins geta leikmenn elt glæpamenn, rænt bankahvelfingar og bjargað gíslum svo fátt eitt sé nefnt.

Leikurinn inniheldur

• Löggur og glæpamenn mætast í heimi sem er fullur af glæpum.

• Hraða spilun, en Battlefield Hardline er hraðasti Battlefield leikurinn hingað til.

• Fullt af græjum sem krefjast nýrrar hugsunar í spilun. Þar á meðal eru gripkrókar, rafbyssur og fleira.

• Helling af farartækjum, en leikmenn geta vaðið um á allskyns bílum, þyrlum og stærri farartækjum.

12.999.-
Setja í körfu
2

Grand Theft Auto V

PS4

Leikmenn fara í hlutverk þriggja glæpamanna sem þurfa að draga fram lífið í borginni Los Santos. Leikurinn er algjörlega opinn í spilun og ráða menn hvernig þeir nálgast verkefnin. Þessi uppfærsla á líka við um GTA Online-hluta leiksins sem verður skínandi fínn í þessari nýju útgáfu.

12.999.-
Setja í körfu
3

Fifa 15

PS4

Fifa 15 glæðir lífi í fótboltann með þvílíkum látum að spilarar munu geta upplifað allar þær tilfinningar sem fylgja íþróttinni.    Hér getur þú upplifað hvernig áhorfendur bregðast við því sem gerist á vellinum, einnig munu þeir sem lýsa leiknum stöðugt vitna í söguna og fræða spilara um íþróttina.  Einnig eru í fyrsta sinn allir 22 leikmenn vallarins nú tengdir með tilfinningagreind sem gerir það að verkum að leikmennirnir bregðast tilfinningalega við því sem er að gerast á vellinum og hefur það mikil áhrif á spilun leiksins. 

 

Leikurinn inniheldur:

 · Tilfinningagreind leikmanna, en nú geta spilarar upplifað tilfinningar og viðbrögð leikmanna við því sem er að gerast á vellinum.

· Nýtt kerfi sem auðveldar að setja upp taktík fyrir leikina og bregðast við aðstæðum í leiknum.

· Uppfærða grafík þar sem leikmennirnir líta betur út en nokkru sinni fyrr.  Sama má segja um vellina, áhorfendur og búninga leikmanna.

· Velli sem breytast eftir því sem líður á leikinn.  En allar tæklingar og hasar á vellinum hafa áhrif á grasið.

12.999.-
Uppselt
4

NBA 2K15

PS4

11.999.-
Setja í körfu
5

Resident Evil Revelations 2

PS4

Claire Redfield snýr aftur. Hún lifði af Racoon City slysið, eins og sýnt var í fyrri Resident Evil leikjum, en nú vinnur hún fyrir Terra Save, samtök á móti skæruhernaði. Allt í einu er hún og Moira Burton rænd og finna þær sig í dimmum og drungalegum stað og verða þær að vinna saman til að þær komist að þvi hverjir rændu þeim, en einnig að þær eigi möguleiki til að komast lífs af.

7.999.-
Setja í körfu
6