Skilmálar
Með því að opna vefsvæðið samþykkir þú skilmála þessa eins og þeir eru fram komnir, án allra breytinga.
Vefsvæðið er í eigu Gamestöðvarinnar. Gamestöðin ber ábyrgð á öllu efni á vefsvæðinu, þ.m.t. eru upplýsingar um vörur og þjónustu.
Gamestöðin áskilur sér rétt til endurbóta og/eða breytinga á upplýsingum um vörur, þjónustu, verð, og annað efni á vefsvæðinu án fyrirvara, þ.m.t. eru breytingar á skilmálum þessum. Við mælum því með að skilmálar þessir séu lesnir reglulega.
Gamestöðin tekur öryggi persónuupplýsinga alvarlega. Ef þú skráir þig fyrir kynningu á vöru, á póstlista, tekur þátt í keppni eða nýtir þér ákveðna þjónustu á vefsvæðinu þarf að gefa upp nafn, heimilisfang og netfang. Persónuupplýsingar verða ekki framseldar þriðja aðila eða notaðar í öðrum tilgangi án samþykkis hlutaðeigandi.
Gamestöðin eignast sjálfkrafa allt efni, athugasemdir, uppástungur og spurningar sem sendar eru í gegnum vefsvæðið eða í tölvupósti til Gamestöðvarinnar. Upplýsingar þessar kunna að verða notaðar við frekari þróun vefsvæðisins eða til markaðsstarfs.
Verð er gefið upp í ISK, virðisaukaskattur er innifalinn.
Gamestöðin ábyrgist ekki áreiðanleika upplýsinga á vefsvæðinu. Upplýsingar um vörur og þjónustu sem og annað efni kann að vera úrelt. Gamestöðin er ekki skuldbundin til að uppfæra upplýsingar á vefsvæðinu. Gamestöðin afsalar sér ábyrgð á villum eða rangfærslum á vefsvæðinu, svo sem uppseldum vörum, sem kynnu að baka Gamestöðinni skaðabótaskyldu. Allar ákvarðanir sem notandi tekur og byggðar eru á upplýsingum af vefsvæðinu eru á ábyrgð notandans.
Gamestöðin ábyrgist ekki að ákveðnir hlutar vefsvæðisins, eða þjónusta sem í gegnum það fæst séu ávallt tiltækir, öruggir, án villna, að villur og/eða gallar verði lagfærðir eða að vefsvæðið eða netþjóninn sem það er hýst á sé laust/laus við tölvuveirur og annað skaðlegt efni.
Gamestöðin er ekki skaðabótaskyld og ber ekki ábyrgð á hvers kyns tjóni, gagnatapi og hugsanlegu veirusmiti sem tölvur eða annar búnaður kann að verða fyrir vegna notkunar á vefsvæðinu, þ.m.t. er niðurhal á kyrrmyndum, hugbúnaði og öðru efni. Notandi ber allan kostnað vegna viðgerða á búnaði og/eða gagnatapi sem hlýst af notkun vefsvæðisins.
Gamestöðin heimilar notandanum að hafa persónuleg not af vefsvæðinu og öllu því efni sem þar er að finna. Notandanum er heimilt að afrita gögn á rafrænan hátt af vefsvæðinu til ofangreindra nota, svo fremi sem allar upplýsingar um höfundarrétt, þar sem þær eru til staðar, séu óbreyttar.
Innihald vefsvæðisins, þar með talið hönnun þess og útlit, telst eign Gamestöðvarinnar og/eða samstarfsaðila og er verndað af höfundarréttar- og öðrum lögum.
Þar sem lög koma í veg fyrir afsal ábyrgðar eins og lýst er að ofan áskilur Gamestöðin sér rétt til að takmarka ábyrgð sína eins mikið og leyfilegt er þannig að þau rúmist innan ramma laganna.
Óheimilt er að villa á sér heimildir í notendaskráningu og samskiptum á vefnum t.d. þegar sendur er tölvupóstur.
Óheimilt er að nota vefinn til að dreifa tölvuveirum eða öðru sem kann að valda skaða hjá viðtakanda.
Ekki er heimilt að nota aðgang annarra. Óheimilt er að lána öðrum óviðkomandi lykilorð annarra eða nota á annan hátt gögn eða samskipti sem tilheyra öðrum.
Viðskiptavinir athugið:
Vinsamlegast snúið ykkur beint til þjónustuaðila búnaðar ef upp koma gallar eða önnur vandræði hvort sem er á ábyrgðartímanum eða utan hans. Sé þjónustuaðila ekki getið sérstaklega undir vörulýsingu á viðfestri kassakvittun snúið ykkur þá til Gamestöðvarinnar. Vinsamlegast kynnið ykkur ábyrgðarskilmála hér að neðan.
ATH: Sýna þarf kassakvittun við vöruskil. Viðfest kassakvittun gildir sem ábyrgðarskírteini.
Reglur um vöruskil
Heimilt er að skila vöru innan 14 daga frá kaupdagssetningu, sé varan í upprunalegum umbúðum og innsigli hennar órofin. Við vöruskil skal framvísa kassakvittun. Þegar að vöru er skilað er gefin út inneignarnóta sem gildir í verslunum Gamestöðvarinnar í tvö ár frá útgáfudegi. Skilaréttur á hvorki við um útsöluvörur né notaðar vörur.
Ef innsigli vörunnar hefur verið rofið eða umbúðir hennar eru raskaðar áskilur Gamestöðin sér rétt til að taka vöruna til baka með afföllum.
Einnig áskilur Gamestöðin sér rétt til að fara fram á skoðun á ástandi vörunnar á verkstæði. Viðskiptavinur ber þá allan kostnað vegna skoðunarinnar skv. Kaupalögum.
Ábyrgðarskilmálar
Um leið og við óskum þér til hamingju, mælumst við til að þú kynnir þér rétta notkun í handbókunum sem fylgja þannig að tækið geti þjónað þér sem lengst og best. Góð meðferð tryggir langa endingu.
Rekstrarvörur eru með 90 daga útskiptiábyrgð, eða í samræmi við verksmiðjuábygð hvers framleiðanda. Þ.e. ef viðkomandi rekstrarvara virkar ekki í samræmi við lýsingu á umbúðum viðkomandi vöru að þá er gallaðri vöru skipt út. Til rekstrarvara teljast hlutir eins og blekhylki, prenthylki og rafhlöður. Rafhlöður hafa ákveðin endingartíma og er einungis hægt að endurhlaða þær í ákveðinn fjölda skipta.
Mismunur einstakra rafhlaðna felst líka í tegund þeirra og lýsir það sér í notkunartíma þeirra.
Til þess að tryggja viðskiptavinum sínum fyrsta flokks þjónustu hefur Gamestöðin gert samning við viðurkennd verkstæði. Hvert og eitt verkstæðanna státar af sérþekkingu á sínu sviði. Ef þú vilt koma ábendingum um þjónustu til Gamestöðvarinnar vinsamlegast hafið samband við Gamestöðina í s. 772-5333
Ábyrgð er tekin af framgreindu tæki í eitt ár frá kaupdegi þess, nema ef um neytendakaup er að ræða þá er ábyrgðartíminn tvö ár. Þann tíma eru varahlutir að vinna á kostnað Gamestöðvarinnar. Komi fram bilun á tækinu á ábyrgðartímabilinu, sem stafar af framleiðslu- og/eða efnisgalla, án þess að tækið hafi orðið fyrir áverka, raka eða illri meðferð verður það lagfærð á okkar kostnað eða skipt út. LCD – skjáir mega greinast með allt að 6 óvirkum punktum áður en slík vara telst gölluð að mati framleiðanda samkvæmt ISO 13406-II staðli. Vinna við gagnaflutning fellur ekki undir ábyrgðarvinnu, né enduruppsetningu hugbúnaðar. Gamestöðin undanskilur sig allri ábyrgð á afleiddu tjóni sem leiða kann af bilun, svo sem endurvinnslu gagna, töpuðum hagnaði o.þ.h.
Ábyrgð miðast ávallt við að tækið komi til viðgerðar á það verkstæði sem við bendum á. Óski viðskiptavinur eftir að komið sé til hans greiðist sérstaklega fyrir akstur og ferðatíma.
Ábyrgð fellur niður:
Ef ekki er sannanlega kvartað yfir bilun eða galla innan tveggja mánaða frá því bilunar eða galla varð vart.
Ef uppgefinn endingartími frá framleiðanda búnaðar er liðinn, þ.e. ef komið er fram yfir þá dagsetningu sem merkt er á búnaði sem lokadagssetning.
Tækið fellur úr ábyrgð ef:
Aðrir en starfsmenn þess verkstæðis sem Gamestöðin vísar til hafa gert við það, eða gert tilraun til að gera við það.
Verksmiðjunúmer hefur verið fjarlægt
Tækið hefur verið tengt við ranga spennu eða straumtegund.
Ísetning á íhlutum, s.s minni, geisladrifi og þess háttar veldur því að viðkomandi hlutur eða annar bilar við aðgerðina.
Ábyrgðin gildir ekki ef um eðlilegt slit er að ræða. Ef seld eru notuð tæki fylgir þeim ekki ábyrgð.
Athugið að kassakvittun gildir sem ábyrgðarskírteini enda kemur raðnúmer tækis þar fram.
Glötuð kassakvittun = glötuð ábyrgð
Gamestöðin er ekki skaðabótaskyld vegna tjóns sem eigandi verður fyrir vegna galla á forriti eða hörðum diski, né tjóns sem stafar af rangri meðferð, misnotkun eða slysni.
Hugbúnaður
Gamestöðin selur kaupanda afnotarétt af keyptum hugbúnaði. Samkvæmt höfundarréttarögum er hugbúnaðurinn eign framleiðandans og framsal notendaréttar kaupandi því óheimilt. Verði um misnotkun hugbúnaðarins að ræða, svo sem ólöglega afritatöku sem rekja má til notanda eða aðila honum skyldum, fellur afnotaréttur niður og er Gamestöðinni heimilt að fjarlægja hugbúnaðinn.
Hugbúnaðurinn er seldur í núverandi ástandi án tilkalls til endurbóta og breytinga sem hugsanlega verða gerðar á honum. Ekki undir neinum kringumstæðum verður Gamestöðin ábyrg fyrir skaða sem notkun hugbúnaðarins kann að valda.