Ímyndið ykkur framtíð fulla af myrkri og hörku, þar sem ný tegund Black Ops hermanna líta dagsins ljós og línurnar á milli þess sem er mannlegt og vélrænt nánast þurrkast út.  Þetta er framtíðarsýnin í Call of Duty: Black Ops III.

 

Söguþráðurinn í Black Ops III er hannaður fyrir fjögurra manna „co-op“ netspilun og er áhersla lögð á að leikmenn geti spilað í gegnum hann aftur og aftur.  Bardagarnir fara fram á opnum svæðum og innihalda allan hasarinn og stórbrotnu augnablikin sem Call of Duty serían er þekkt fyrir.  Spilun leiksins er mjög opin og ráða leikmenn hvernig þeir tækla aðstæður á vígvellinum.  Líkt og í hefðbundinni netspilun geta leikmenn breytt hermanninum sínum á þann hátt sem þeir vilja, valið vopn, græjur og fleira sem nýtist á vígvellinum.

 

Netspilun leiksins hefur einnig verið tekin í gegn og geta leikmenn nú valið svokallaða „Specialists“ en það eru sérsveitarhermenn sem hafa ákveðna hæfileika sem detta inn reglulega á borðum leiksins.  Auk þess er hægt að breyta öllu varðandi hermennina hvort heldur það sé vopn, útlit eða græjur.

 

Einnig inniheldur leikurinn Zombie spilun, en sá hluti leiksins skartar eigin söguþræði þar sem Jeff Goldblum, Heather Graham og Ron Pearlman fara með aðalhlutverkin.

Verð:4.999kr
Tilboð:3.499kr
UPPSELT, hægt er að hafa samband við gamestodin@gamestodin.is