Smellið á ykkur þotu stígvélum Star-Lord og farið í villt ævintýri um himingeiminn í þessum þriðju persónu ævintýra leik, og nýrri nálgun á Guardians of the Galaxy frá Marvel. Með hina óútreiknanlegu Guardians með þér í liði, skjótið ykkur á milli ævintýra með hetjum Marvel sem lenda í baráttu að bjarga alheiminum. Þið getið þetta. Örugglega. 

Verð:9.999kr
Setja í körfu
stk.

Nánari lýsing

LEIÐIÐ GUARDIANS OF THE GALAXY

Með Guardians þá geturðu unnið saman með þeim og notast við þekkt brögð þeirra til að sigra óvinina. Það verða afleiðingar af hvað þú gerir í gegnum söguna, sumt er lítið og fyndið á meðan annað hefur stór áhrif og kemur í ljós þegar líður á ævintýrið. 

 

GLÆNÝ SAGA

Hópurinn sem þú hefur safnað saman er tilbúin að bjarga alheiminum í þessu ferska en kunnuglegu nálgun á Guardians of the Galaxy. Á einhvern hátt, setur þú af stað harmfarir sem leiðir ykkur í gegnum geggjaða heima þar sem þið rekist á kunnugleg andlit úr Marvel heiminum ásamt nýjum. Smellið 80’s kasettunni í tækið, hækkið í 11 og verið tilbúinn í hasarinn. 

 

FRÁ ÚTLÖGUM TIL OFURHETJA

Þú ert það sem heldur hinum óútreiknanlegu Guardians saman, svo það er eins gott að taka sig á í leiðtogahlutverkinu strax. Með þessari skrítnu fjölskyldu þér við hlið, þá verður hlátur og grátur á meðan þú sekkur þér í ævintýri í himingeimnum. Hvað sem bíður handan við hornið, þá er það ljóst að það verður ævintýri.