Monster Hunter World er nýjasti leikurinn í þessari stórbrotnu seríu sem þegar hefur selst í meira en 40 milljónum eintaka. Monster Hunter World inniheldur algjörlega opinn heim sem skartar sínu eigin vistkerfi þar sem hinar ýmsu plöntu- og dýrategundir eru til staðar. Leikmenn fara í hlutverk veiðimanns sem leitar uppi og drepur illvíg kvikindi í æsispennandi
bardögum. Í þessum nýja leik geta leikmenn farið einir og sér á veiðar eða í hópi með allt að þremur öðrum.
