Verð:9.999kr
Setja í körfu
stk.

Nánari lýsing

Velkomin til PGA TOUR 2K23!
 
Mætið með hæfileikana ykkar á PGA TOUR og verðið næsti FedExCup meistari með að keppa á móti atvinnumönnum og eignist nýja erkifjendur.
 
Í fyrsta sinn, er hægt að spila sem karl eða konu atvinnumanneskju, þar á meðal Tiger Woods, bæði á netinu og heima í sófanum. Inniheldur brautir eins og East Lake Golf Club, TPC Sawgrass, TPC Scottsdale ofl.
 
Hannið drauma golfbrautina ykkar með Course Designer, sem inniheldur þúsundi hluta til að sérsníða brautirnar og svo er hægt að deila þeim á milli leikja véla og kynslóða. 
 
Topgolf er 1-4 leikmanna keppni sem er hægt að spila í gegnum netið eða í sófanum heima gegn vinunum. Hentar bæði vönum og nýjum spilurum.  Aðrar keppnir eins og Alt-shot, Stroke Play, Skins og 4-player Scramble eru í boði. Einnig snýr Divot Derby aftur þar sem hver sveifla getur orðið þín síðasta í leiknum. 
 
Með MyPLAYER er hægt að byggja upp leikmann ykkar með nýjum hæfileikum og mæta á völlinn með flottan búnað og fatnað sem inniheldur mörg þekkt merki sem golfarar ættu að kannast við. 
 
Hægt er að velja á milli þriggja smella sveiflu kerfi eða hefðbundinnar analog pinna sveiflu. Leikurinn inniheldur ótal möguleika til að stilla sem ætti að hjálpa fólki að ná tökum á leiknum.