Nánari lýsing
Standið upp gegn spilltum fyrirtækjum í þessu sögu ævintýri þar sem valkostir þínir móta sögu leiksins!
Í stríðshrjáðu stórborginni Promethea, þá stjórnar þú Anu, Ocatvio og Fran á degi sem er bara hægt að kalla, “versta dag lífs þeirra!”. Hjálpið þessum þremur aulum að breyta heiminum og jafnvel að bjarga honum. Eigið við innrás á plánetuna, íllvíg vault skrímsli og miskunnarlausan fyrirtækis skíthæl í þessu ævintýri þar sem þú hefur áhrifa á framvindu sögunnar. Hittið litríkar persónur, vélmenna morðingja og talandi byssur í nýjustu sögunni í Borderlands heiminum.
Ákveðið framtíð vísindamannsins Anu, bróður hennar Octavio sem er ávallt að reyna að finna nýja leið að komast áfram upp metorða stiganum og síðan hinni hörðu, frogurt seljandi Fran. Þau hafa ekkert að tapa, en allt að vinna, og þarft þú að hjálpa þeim að komast af í þessari fimm parta sögu.
Kunnuglegar persónur úr fyrri Borderlands leikjum birtast ásamt nýjum sem eru kynntar til leiks.
Valkostir þínir hafa áhrif á útkomu leiksins – Valkostir þínir í gegnum leikinn móta söguna á fjölbreyttan hátt. Mun sýn Anu á heimi sem selur meira en vopn ganga upp? Rætast draumar Octavio um frægð og gróða? Eða mun hefndar plott Fran ná fram að ganga? Þeirra velgengni eða mistök er undir þér komin.
New Tales from the Borderlands gerist ári eftir atburði Borderlands 3 og er ný saga úr heimi Gearbox Software og framhald Tales from the Borderlands leiksins frá Telltale Game sem kom út fyrir nokkrum árum síðan.