Í náinni framtíð, er London á barmi falls. Eftir lamandi hryðjuverka árás dularfulla hópsins Zero Day, er komið á herlög með þar sem frelsi og réttindi fólks eru tröðkuð niður af spilltu málaliða fyrirtækið Albion sem hefur tekið völdin í borginni til þess að “koma á lög og reglu”. Á sama tíma eru glæpasamtökin Clan Kelly að herja á íbúa borgarinnar og þá sem eru viðkvæmastir fyrir. Örlög London eru í þínum höndum og hæfileika þínum að byggja upp andspyrnuhreyfingu og ná borginni aftur og hreinsa nafn DeaSec hakkara samtakanna. 

 

HÆGT ER AÐ SPILA SEM HVER SEM ER

Allir íbúar London eru mögulegir meðlimir andspyrnunnar þinnar; frá MI6 leyniþjónustumanni, til kráar slagsmálahunds, götusópara eða saklausu gömlu konunnar sem býr á horninu. Hvert þeirra mun hafa vissa hæfileika sem henta vissum aðstæðum.

 

AÐ HAKKA ER VOPNIÐ ÞITT Í BARÁTTUNNI

Nýttu innviði London borgar og notastu við tækni DedSec að hakka sig inn í dróna, brjóta upp öryggiskerfi og finna hvað er í raun að gerast og hver stendur á bakvið þetta allt saman.

 

FRELSAÐU OPIN HEIM LONDON

Kannaðu stóra borg og berstu til að frelsa mörg af helstu kennileitum hennar eins og — Trafalgar torg, Big Ben, Tower brúnna, Camden, Piccadilly Circus og London Eye. Ótal hliðarverkefni eru í boði: box, pílur, “freestyle” fótbolti, götullist og ólöglegar sendiferðir.

 

SPILIÐ MEÐ VINUM

Hægt er að spila með upp að þremur vinum í netspilum þar sem þið þvælist um London saman og takist á við sérstök co-op verkefni og nýjar leikja týpur. Leikurinn mun fá reglulegar fríar viðbætur til að halda fólki við efnið og verðlauna það.

 

PEGI 18

Verð:6.999kr
Tilboð:2.999kr
UPPSELT, hægt er að hafa samband við gamestodin@gamestodin.is