Árið er 2042 og öfgakennt veður og barátta um auðlindir heimsins hafa breytt valdajafnvægi heimsins. Bandaríkin og Rússland standa á barmi stríðs, á meðan sjálfstæðir herflokkar sem ganga undir nafninu Task Forces berjast einnig. Berjist fyrir framtíðinni í þessum nýja og breytta heimi.

Verð:13.999kr
Setja í körfu
stk.

Nánari lýsing

Í breyttum heimi eftir hamfarir – Árið er 2042 og öfgakennt veður og barátta um auðlindir heimsins hafa breytt valdajafnvægi heimsins. Bandaríkin og Rússland standa á barmi stríðs, á meðan sjálfstæðir herflokkar sem ganga undir nafninu Task Forces berjast einnig. Berjist fyrir framtíðinni í þessum nýja og breytta heimi.
 
128 leikmenn á sama tíma – Í fyrsta sinn í sögu Battlefield, geta nú allt að 128 leikmenn tekið þátt í hasarnum á sama tíma. Þetta risa tala gjörbreytir baráttunni og opnar fyrir nýja möguleika og epísk Battlefield augnablik. Núna meir en áður, finnið fyrir ákafanum að taka þátt í risa orrustum þar sem hvað sem er getur gerst.
 
*Gildir fyrir, PlayStation®5, Xbox Series X| og PC eingöngu. PlayStation®4 og Xbox One verða með max 64 leikmenn.
 
Stór og breytileg umhverfi – Finnið fyrir stórkostlegum, stóru stríði á sjö risastórum borðum - sem eru hönnuð með nýjum stíl. Hver vígvöllur er með ótal lítil bardagasvæði innan borðsins og þetta býður upp á meiri fjölbreytni í spilun. Skriðdrekar hafa nú en meira pláss til að athafna sig, orrustuþotur hafa aukið rými til að fljúga um í. Á þessum borðum munu leikmenn upplifa síbreytilegar aðstæður og atburði. Snögg viðbrögð eru nauðsynleg þegar sandstormur skellur á eyðirmerkur borðið í Katar, eldflaug fer á loft í geimstöðinni í Frönsku Gúianna og fellibylir herja á steyptu frumskóga Suður-Kóreu. 
 
Hátæknilegt vopnabúr –  opnið fyrir sköpunagáfu ykkar í bardögunum með nýjum vopnum, faratækjum, þotum, þyrlum, og nýrri tækni í framtíð ársins 2042. Kallið til ykkar vélrænan hund til að berjast með ykkur, notist við sprautu byssu til að vekja bandamenn ykkar til lífs úr fjarlægð, notist við grip krók til að komast á ný svæði eða notist við flugbúning til að ferðast um borðið eða ótal aðra möguleika sem eru í boði. 
 
Klassar –  Veljið ykkar hlutverk á vígvellinum og búi til sérsniðar sveitir í nýja Specialist kerfinu. Byggt á fjörum klössum Battlefield, Specialist hafa eina sérgrein og eiginleika - restina er hægt að sérsníða eftir leik stílnum sem hentar í hvert sinn.  
 
Ný tímabil, Nýtt efni –  Samfélag Battlefield 2042 og breytast og dafna í gegnum tímabil leiksins, sem mun koma með reglulegar uppfærslur á leiknum. Þemaðar í gegnum sögur, tímabilin koma með nýja Specialst klassa, svæði til að spila á, vopn og faratæki.  
 
Battlefield Portal – Upplifið óvæntar orrustur úr heimi Battlefield leikjanna. Í þessum samfélags tengda stökkpalli sem gefur þér möguleikann að breyta reglunum. Möguleikarnir eru nær endalausir þegar þú getur valið vopnin, útbúnaðinn, reglurnar og meira í þessum frumlega sandkassa. Endurspilið þekkt augnarblik úr Battlefield 1942, Battlefield 3 og Battlefield: Bad Company 2, eða notaðu framtíðar vopn Battlefield 2042 til að gera eitthvað nýtt. Eða blandaðu þessu öllu saman fyrir epískan kaos sem Battlefield leikirnir eru þekktir fyrir.