Frá PlayStation Studios og Bluepoint Games kemur endurgerð af PlayStation 3 klassíkinni Demon’s Souls. Þessi hrollvekjandi og vægðarlausi leikur hefur verið endurgerður frá grunni. Í þessu þokulagða landi dimmrar fantasíu munu nýir og gamlir leikmenn uppgötva ótal hættur og ævintýri. 

 

Tólfti Konungur Boletria, King Allant vakti upp djöful frá viðjum tímans, The Old One. Með komu hans hefur lagst þoka yfir landið sem hefur vakið upp ótal hrylling sem vilja ekkert nema sálir fólks. Þeir sem eftir eru sálarlausir og ráfa þeir um heiminn og þrá ekkert annað en að ráðast á þá sem eru nógu ólánsamir að verða á vegi þeirra. 

 

Nú er Boletaria einangruð frá heiminum eftir þessa atburði og þeir riddarar sem hætta sér í djúpu þoku landsins í leit til að hjálpa konungsríkinu hverfa sporlaust. Þú ferð í fótspor hugrakkar hetju sem hætti sér í gegnum þokuna og það er ótal áskoranir, óvinir og skrímsli fram undan áður en þú getur unnið þér inn titilinn “Slayer of Demons” og senda The Old One aftur til svefns.

 
 
Verð:12.999kr
Setja í körfu
stk.