Nánari lýsing
Velkomin til Santo Ileso, lifandi og litrík borg í hjarta suðvestur Ameríku. Í heimi þar sem glæpir ráða ríkjum og glæpasamtök berjast um völdin, þá munu vinahópur fara í glæpa ferðalag og reyna að rísa upp á toppinn.
Sem framtíðar “boss” með Neehan, Kevin og Eli með þér í liði, þá stofnið þið The Saints – og takist á við Los Panteros, The Idols og Marshall í leið ykkar að byggja upp glæpaveldi ykkar á götum Santo Ileso og ná loks yfirráðum yfir borginni. Saints Row er saga frumkvöðlafyrirtækis, sem vill bara til að vera á kafi í glæpum.
Upplifið stærsta leikvöll Saint Row sem hefur verið skapaður, níu hverfi Santo Ileso eru stór og víður leikvöllur fullur af ævintýrum, hliðar verkefnum, glæpum til að fremja og epískum verkefnum þar sem þú skýtur, keyrir og svífur um í vængbúningi á leiðinni á toppinn.
Tjáið ykkur og skapið ykkar innri Saint með fullkomnasta persónu sköpunartóli sem hefur sést í hingað til í opnum “sand box” leik til þessa – hannið persónu ykkar, bíl og gengið eins og þið viljið hafa það.
Hægt er að spila alla söguna með vini í gegnum co-op spilun þar sem þið getið bæði upplifað hasar og læti Saints Row saman, keyrandi á bílum, mótorhjólum, flugvélum, þyrlum, go-kart bílum og ótal öðrum farartækjum í hressilegu brengluðu ævintýri.