Nánari lýsing
Vetrarbrautin er ykkar í LEGO Star Wars: The Skywalker Saga! Spilið í gegnum allar níu Star Wars kvikmyndirnar í nýjum LEGO leik. Upplifið ævintýri með skemmtilegum húmor ólíkum öðrum. Í fyrsta sinn í LEGO leik, þá er hægt að kanna vetrarbrautina á meðan þið eruð að fljúga á milli þekktra staða úr Star Wars heiminum. Það er hægt að byrja ævintýrið á að keppa í podrace úr The Phantom Menace á plánetunni Tatooine, eða hoppa beint í ævintýri Rey úr Star Wars: The Rise of Skywalker. Leikmenn hafa möguleikann að spila ævintýrið á hvaða vegu sem þeir vilja og í hvaða röð sem er.
Með hundruðum persóna og farartækja þá er örugglega eitthvað fyrir flesta að finna til að spila og hafa gaman af. Hetjur eins og Luke Skywalker, Qui-Gon Jinn, Chewbacca, Leia Organa, og Poe Dameron eða snúa sér að Sith hliðinni sem Darth Vader, Kylo Ren, Darth Maul, Emperor Palpatine, ofl.
Hvort sem á landi eða í gegnum þá er auðvelt að hoppa á milli að fljúga um í Millenium Falcon, ráðast á AT-AT farartækin á plánetunni Hoth eða berjast við First Order Tie Fighters skipin í þinni eigin X-Wing flugvél í þessu stærsta LEGO Star Wars ævintýri hingað til…