Undirbúið ykkur undir nýtt ævintýri í Pokémon™ Legends: Arceus, nýjan leik frá framleiðandanum Game Freak sem blandar saman hasar og könnun með RPG rótum Pokémon seríunnar.

Verð:10.999kr
UPPSELT, hægt er að hafa samband við gamestodin@gamestodin.is

Nánari lýsing

Hasar mætir RPG í nýrri nálgun á Pokémon seríunni

 

Undirbúið ykkur undir nýtt ævintýri í Pokémon™ Legends: Arceus, nýjan leik frá framleiðandanum Game Freak sem blandar saman hasar og könnun með RPG rótum Pokémon seríunnar.  Haldið í könnunar leiðangur til hið forna Hisui svæðisins. Kannið náttúruleg opin svæði í leit af villtum Pokémon, með að læra á hegðun þeirra, laumast upp af þeim og kasta vel miðuðum Poké Ball til að fanga þau. Þú getur einnig kastað Poké Ball sem inniheldur hliðhollan Pokémon nærri villtum Pokémon til að hefja baráttu á milli þeirra.

 

Ferðist til Hisui svæðisins – hinu forna Sinnoh – og byggið upp fyrsta Pokédex svæðisins.

 

Ævintýri þín gerast í stórum og fallegri náttúru Hisui svæðisins, þar sem þú hefur fengið það verkefni að læra meira um Pokémon til að ná að búa til fyrsta Pokédex pakka svæðisins. Fjallið Coronet rís upp úr miðjunni umkringt í allar áttir af ólíkum umhverfum til að kanna. Á þessu tímabili – löngu fyrir atburði Pokémon Brilliant Diamond og Pokémon Shining Pearl leikjanna – er hægt að finna nýuppgvötaða Pokémon eins og Wyrdeer, sem er ættaður frá Stantler, og ný form sem eru bundin við svæðið eins og; Hisuian Growlithe, Hisuian Zorua, og Hisuian Zoroark! 

Á ferðalaginu í gegnum þennan heim leysið stóru ráðgátuna um hinn goðsagnakennda Pokémon Arceus.